Jólapakkar

p1011215_941248.jpgp1011220_941251.jpgÞá er ég loksins byrjuð að pakka inn, en oft hafa samt pakkarir frá mér verið flottari og meira dúllað við þá, en hér er amá sýnishorn af pökkunum í ár.p1011219.jpg

"Fréttir"

    Hvað er að gerast með þessa þjóð?  Það er allt að verða vitlaust á þingi, ekki í fyrsta sinn.  Og á meðan þaðan berast bara fréttir sem gera ekkert nema rugla mann og annan, og þeir rífast út í eitt um það hvað er í gangi/ekki í gangi.  Ekki að ég ætli að tjá mig neytt um það, því ég vil reyna að halda sem lengst í þá litlu glóru sem enn er til staðar hjá mér.  það eru tveir atburðir þessu algerlega ótengdir sem hafa, að því er virðist,  truflað  þjóðarsálina  mjög þessa vikuna.

    Hvaða mál er það þó svo að karl einn í Ameríku hafi líklega lent í rifrildi við eiginkonu sína, eftir að hafa trúlega, sennilega, kannski, haldið framhjá henni.  Hafi svo rokið út af heimilinu og klessu keyrt fína bílinn sinn.  Þó svo að þessi karl geti slegið litla kúlu með kylfu, þá get ég ekki séð að þetta sé það merkilegasta, sem gerðist í tengslum við íþróttir, á einum sólahringi.  En þetta var fyrsta frétt í íþróttafréttatímum hjá bæði RUV og Bylgjunni, nú í byrjun vikunnar.  Það skal tekið fram að ég er eldheitur antisportisti, og er stolt af því.  Veit samt alveg af því að það fer eftir því við hvaða einstakling úr stórfjölskyldunni ég er að tala við, hvaða lið er best og með hverjum ég "held" með.  Ef talað er við þau í Kópavogi þá er það Breiðablik, FH ef ég er að tala við þau í Hafnafirði, KA ef ég tala við brekkusnigilinn ofrv.  Eins er með Man Utd, Chelsea (þurfti að fletta upp hvernig á að skrifa þetta rétt), og hvað þau heita öll þessi lið sem eiga víst að skipta mig máli).  Ekki hef ég hugmynd um hvernig búningarnir þeirra eru á litinn.  Þetta var útúrdúr.  En ég get samt ekki séð hvaða máli það skiptir hvað þessi maður gerir þegar hann er ekki að lemja kúlu.  Hvað þá að það sé það merkilegasta sem gerist, í hinum stóra heimi.  Get ekki séð að það, í hvaða rúmi hann ákveður að sofa eða ekki sofa í, komi okkur og okkar líðan neitt við.  Gott ef vísir er ekki enn að fjalla um þetta mikilvæga mál.

    Annað mál, sem hefur einnig hefur verið mikið í umræðunni, hvað með það þó svo að einhverri konu hafi verið hent út af Facebook.  Nú er ég náttúrulega að hætta mér út á hálan ís, því ég hvorki hef lesið fréttina, né lít eins vel og hún (er í laginu eins og tagga, jöfn á hæð og breidd og helmingi minni eða svo á þykkt), á ekki frægan mann (á reyndar engan).  Því veit ég ekki hvort mér sé óhætt að setja út á þetta fár sem varð.  Hvað með það þó að henni hafi verið hent út?  Get ekki séð að það sé eitthvað sáluhjálpar atriði að vera á fésbókinni.  Las ekki fréttina og veit því ekki alveg um hvað þetta fjaðrafok allt snérist.  Það getur vel verið að hún hafi verið komin með grilljón vini, sem hún vill ekki missa af.  Þeir geta varla allir verið þannig að þeir skiti hana einhverju máli, en séu ekki bara tala sem hægt sé að monta sig af.  En ef þetta er svona mikið mál þá getur hún bara stofnað nýja síðu, breytir bara nafninu smá pínu, eða eitthvað slíkt.  Og þrátt fyrir að ég sé einhver snillingur á netinu, þá gæti ég hjálpað henni að gera það.  Sjálf er ég á fésinu, og 2 síður frekar en eina, en sú seinni er reyndar ekki bara fyrir mig, en 9 ára gamall frændi minn varð alveg óður í að fá síðu, en það sem mér fannst hann ekkert hafa þangað að gera.  En leyst málið þannig að hann má vera á auka síðunni minni, en ég hef aðgang og má hvenær sem er fara þangað og fylgjast með, því sem hann er að gera.  En aftur að "fréttinni" verð sennilega bara að fara að grafa hana upp og lesa, til að vita hvað var í gangi, en þar sem ég hef akkurat engann áhuga á þessari konu og langar ekki að kynnast henni, þá held ég að ég sleppi því bara og haldi bara áfram að vera ánægð með mína fávisku, mitt útlit og alla mína galla.

 


04.12.2009

Af því að ég hef verið svo löt að setja inn brandara síðustu viku, þá koma hér þrír stuttir

 

Magnús mætir til vinnu með stórt glóðarauga og vinnufélagarnir spyrja:

- Hvernig tókst þér nú að krækja í þetta?

- Nú, ég dró bara stúlku upp úr vatninu.

- Og sló hún þig þá?

- Nei, nei! Ekki hún.  En konan mín kom heim, einmitt þegar ég var að drösla henni upp úr baðkarinu.

 

Lífið er hlaðið af steinum:

Tannsteinum, gallsteinum, nýrnasteinum.... og legsteinum.

 

..... og svo var það maðurinn sem vildi drekkja sorgum sínum, en bæði konan og tengdamamman voru svo vatnshræddar! 


Úff!!!!!!!!!!!!!

    Það er sagt að maður eigi að borða eitt epli daglega, út af járninu, og einn banana til að fá kalíum.  Líka eina appelsínu, út af C-vítamíninu, og einn bolla af grænu tei án sykurs til að forðast sykursýki.  Svo má ekki gleyma lýsinu sem er náttúrulega allra meina bót.  Drekka tvo lítra af vatni alla daga og borða þarf hverjum degi jógúrt og eitt skot af LGG, út af gerlunum sem enginn skilur hvað gera.  Daglega þarf maður að taka inn eina aspirín til að koma í veg fyrir hjartaáfall og drekka eitt rauðvínsglas í sama tilgangi.  Annað hvítt fyrir taugakerfið og einn bjór, sem ég man ekki hvaða gagn á að gera.  Ef þú færð þér þetta allt í einu, skaltu gæta þess að eiga alltaf einn Red Bull í ísskápnum til að drekka daginn eftir, nema náttúrulega ef þú ert búinn að fá heilablóðfall. Ef það gerist, muntu ekki taka eftir því.  Daglega skal maður borða trefjar, mjög mikið af trefjum.  Þar til þú kúkar heillri peysu. Það á að borða fjórar til sex máltíðir á dag, hollar, fitulitlar máltíðir og ekki gleyma að tyggja hvern munnbita hundrað sinnum.  Með smá útreikningi er ljóst að það tekur þig um fimm klukkustundir á dag að borða.  Ó, og síðan má ekki gleyma að bursta tennurnar eftir hverja máltíð.  Á eftir jógúrtinu og trefjunum, tannbursta, á eftir eplinu, tannbursta, á eftir bananum tannbursta ... Og á meðan þú ert á annað borð með tennur máttu ekki gleyma tannþræðinum og munnskolinu.  Best að stækka baðherbergið og setja þar inn hljómflutningstækin þín, því þar áttu eftir að dvelja drjúgan tíma út af öllu vatnsþambinu, trefjunum, og tönnunum.  Síðan á að sofa í átta stundir og vinna í aðrar átta plús þessar fimm sem fara í að borða.  Þetta gerir tuttugu og eina klukkustund.  Þá áttu þrjár stundir eftir, það er að segja ef ekkert sérstakt kemur uppá þann daginn.  Samkvæmt könnunum eiðum við þremur stundum daglega í sjónvarp ... og ekki gleyma tölvunum!!! En þú hefur engan tíma í svoleiðis, því daglega áttu að fá þér a.m.k. hálftíma göngutúr og síðan verður þú að huga að vinunum því þeir eru eins og blóm, það þarf að vökva þau daglega.  Líka þegar þú ferð í frí.  Það er að segja ef þú ferð í frí.  Síðan þarf að vera vel upplýstur.  Lesa að minnsta kosti tvö dagblöð og eina grein í tímariti til að bera saman.  Síðan er það kynlífið.  Kynlíf daglega og þar að auki á það að vera frumlegt og skapandi.  Þetta tekur sinn tíma!!! að maður tali nú ekki um tantra-kynlíf!!!  Að öllu framansögðu vil ég minna þig á, það á að tannbursta sig eftir hverja máltíð.  Það þar líka að skúra, þurrka af, þvo þvott, fara í sturtu og vaska upp og áttu kannski hund að auki eða hamstur? Börn?! Nú reiknast mér til að þetta kalli á um 30 stundir á dag.  Eina lausnin á þessum vanda, er að framkvæma eitthvað af þessum atriðum í einu.  Til dæmis: Þú ferð í kalda sturtu með opinn munninn og drekkur þannig lítrana tvo af vatni.  Þegar þú gengur út úr baðherberginu með tannburstann í munninum nýturðu um leið ásta (tantrískt) standandi með makanum, sem um leið horfir á sjónvarpið og segir þér frá á meðan þú burstar tennurnar.  Er önnur höndin laus? Hringdu í vinina!!! Og foreldrana!!!  Fáðu þér rauðvín (eftir spjallið við foreldrana muntu þurfa á því að halda) eplið getur makinn þinn matað þig á, á meðan þú borðar bananann með jógúrtinu.  Ufffff!  En ef þú átt tvær mínútur eftir, sendu þá þetta á vinina (sem þú þarft að vökva eins og blóm) um leið og þú tekur inn eitt hvítlaukshylki sem er svo gott fyrir ...  

    En nú verð ég að hætta því að eftir jógúrtið, appelsínuna, bananann, bjórinn fyrri vatnslítrann, þriðju máltíðina með trefjum, hef ég ekki hugmynd um það hvað ég er að gera og þarf nauðsynlega að komast á klósettið.  Aha ég ætla að nýta tímann vel og kippa tannburstanum með mér.  Ef ég er að senda þér þetta í annað sinn, er það vegna þess að þrátt fyrir að fylgja öllum þessum ráðum er ég samt komin með Alzheimer!


Brandari 26.11.

Fimm mannætur fengu vinnu í líftæknifyrirtæki.  Þegar forstjórinn tók á móti þeim sagði hann: - Þið eruð núna hluti af liðsheild okkar.  Hér getið þið haft góð laun og fegið að borða í matsalnum og því vil ég biðja ykkur að láta starfsfólkið í friði.

Mannæturnar lofuðu öllu fögru.  Fjórum vikum síðar kom forstjórinn og gaf sig á tal við mannæturnar.  - Þið eruð allar mjög duglegar og ég er mjög ánægður með hvernig þið hafið leyst starf ykkar af hendi.   Það eina sem er að er að nú er húsvörðurinn okkar horfinn.  Vitið þið eitthvað um hann?  Mannæturnar hristu höfuðið og sögðust ekkert vita um hann.  Þegar forstjórinn var farinn sagði foringi mannætanna: - Jæja hver ykkar át húsvörðinn?

Ein hinna fjögurra rétti hikandi upp höndina.  Foringinn öskraði á hann; - Bölvaður asni geturðu verið.  Í  fjórar vikur höfum við hámað í okkur hópstjóra, verkefnisstjóra og deildarstjóra og enginn hefur tekið eftir neinu.  Svo kemur þú upp okkur með því að éta einhvern sem skiptir máli!!!

 


öðruvísi landslag

Nú ætla ég aftur að reyna að setja inn myndir.  Og ef það tekst þá spyr ég bara, er það bara ég eða er þetta winnie-pict0007.jpglandslag .......... winnie-pict0038-768x1024.jpg


brandarinn 23.11.2009

Ég er ekki búin með alla brandarana, ég var bara svo niðursokkin í að lesa Loftkastalan sem hrundi, að ég mátti ekki vera að því að fara á netið. En þar sem að bókin er búin þarf ekki að hugsa um það lengur.  Hér er semsagt brandarinn.

Heyrt á landsfundi samfylkingarinnar:

    - Hvernig líst þér á nýja umhverfisráðherran okkar, þennan sem við fengum frá kommunum?

    - Nú, hans líkar vaxa sko ekki á trjánum.

    - Nei, er það ekki?

    - Nei,... þeir sveifla sér af einni grein á aðra....


Brandari 22.11

Það var einu sinni svo heitfeingur læknir, sem hafði hitann svo lágt stilltann á stofunni hjá sér að útöndunarloftið hjá samstarfsfólkinu myndaði gufu og það varð að klæðast þykkum úlpum í vinnunni.  Þegar fólkið þurrfti að hlýja sér fór það út úr húsinu.  Það var svo eitt sinn sjúklingur sem kom á stofuna sem var með hátt í 42° C hita.  Honum var umsvifalaust komið fyrir í kjallara húsins, svo hann gæti hitað það upp.

Brandari dagsins 21.11

Í tilefni dagsins einn langur og góður.

    Maður einn var orðinn dauðþreyttur á því óskaplega til að upplifa líf hennar einn dag.  Hann bað því Guð um að leyfa sér að vera hún í einn dag.  - Kæri Guð, sagði maðurinn.

    - Ég fer í vinnuna á hverjum morgni og vinn í átta tíma á meðan konan mín er bara heima.  Ég vil leyfa henni að upplifa hvað ég geng í gegnum í vinnunni.  Ef þú gætir bara leyft henni að vera ég í einn dag.

    Guð ákvað að uppfylla þessa ósk mannsins.  Næsta dag vaknaði maðurinn sem eiginkonan.  Hann fór á fætur, tók til morgunverð handa maka sínum, vakti börnin, tók til skólafötin, gaf þeim að borða, setti í nestisboxin þeirra, keyrði þau síðan í skólann.  Síðan náði hann í þvott úr hreinsuninni, kom við í bankanum og borgaði reikninga, fór síðan í stórmarkaðinn og keypti matvörur og fór að lokum heim og gekk frá þeim.  Hann þreif skítinn undan kettinum  og baðaði hundinn, en þá var  klukkan orðin eitt og hann  flýtti sér að búa um rúmin, þvo þvottinn, þurrka  af  og  skúra eldhúsgólfið.  Eftir allt þetta var kominn tími til að sækja krakkana í skólann og hann gerði það og lenti í rifrildi við þau á leiðinni heim.  Hann gaf þeim kökur og mjólk og fór yfir heimalærdóminn með þeim, en tók því næst fram strauborðið og horfði á sjónvarpið á meðan hann straujaði.

    Klukkan fjögur byrjað i hann að taka til matinn, afhýddi kartöflurnar, þvoði grænmeti í salatið og barði svínakóteletturnar og kryddaði þær.

    Nú kom eiginkonan í líki hans heim úr vinnunni og þau borðuðu matinn saman.  Hann þvoði upp eftir matinn, braut saman þvott, baðaði börnin og kom þeim í rúmið.  Klukkan hálftíu var hann orðin útkeyrður og dauðþreytttur. 

    Þau hjónin fóru skömmu síðar í rúmið og hann komst í gegnum hálfþreyttan ástarleik án vandræða.

    Næsta dag vaknaði hann snemma og kraup við rúmstokkinn og bað til Guðs.  - Kæri Guð.  Ég veit ekki hvað ég var að hugsa þegar ég öfundaði kouna mína af því að vera heima.  Elsku Guð leyfðu mér að skipta við hana aftur.

    Hinn alvitri Guð svaraði: - Sonur sæll.  Ég held að þú hafir lært talsvert af þessu og mun ég leyfa þér að endurheimta þitt fyrra líf.  En þú þarft samt að bíða í níu mánuði.  Í gærkvöldi varðstu nefnilega ófrískur.


Föstudagskvöld

Kvöldinu er ég búin að eyða í að þvo 2 þvottavélar, græja eina marenstertu, með helling af rjóma og nammi, og tvær brauðtertur. Heiti rétturinn verður búin til á morgun. Þannig að það verður sukkað nett í gúmmelaði á morgun (í dag).  Það er eins gott að einhver láti sjá sig, svo ég þurfi ekki að hesthúsa þessu öllu ein.  Bið ekki í vaxtalagið eftir það, myndi hætta að vera eins og tagga í laginu og yrði fullvaxin fílakaramella.  Hafið það sem allra best.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband