Færsluflokkur: Bloggar

Er ég að misskilja eitthvað stórt

Eftir að hafa reynt að kynna mér málið, hef ég komist að eftirfarandi í eins stuttu máli og hægt er, án þess að sleppa einhverju. 

 

            Í október 2008 hundi íslenska bankakerfið og ríkistjórn D og S setti neyðarlög sem tryggðu innistæður á Íslandi til fulls, erlendur dómstóll hefur kveðið upp að þetta var það eina sem þeir gátu gert, til að koma í veg fyrir áhlaup á bankana, sem hefði gert slæmt ástand enn verra (mig minnir að þetta hafi verið Evrópudómstólinn en ég fann það ekki í fljótheitum þegar ég var að slá þetta inn, set það inn um leið og ég finn það).  Bretar setja á okkur hryðjuverkalög.  En Landsbankinn hafði stofnað ICESAVE reikninga þar og í Hollandi.  Samkvæmt íslenskum lögum bar íslenski tryggingasjóðurinn einungis ábyrgð á 20.887€.

Lög um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta no 98/1999 (byggð á Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins94/19EB frá 30. maí 1994).   10gr. 1.mgr

Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggða innistæðna, verðbréfa og reiðufjár í hluteigandi aðildarfyrirtækjum að skal þá greiða úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en allt umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til.  Fjárhæð þessi er bundin við gengi Evru EUR miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999.  Sjóðurinn verður ekki síðar krafin um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu.

              Bretar og Hollendingar ákváðu að greiða innistæðu eigendum annarsvegar 100.000€ og hinsvegar 50.000 pund.  Einhverjir embættismenn skrifuðu undir minnisblað um að gengið yrði til samninga við þjóðirnar 2.  þar var minnst á 10 ára lán með 6,7% vöxtum.  Búsáhaldabyltingin og ríkisstjórnin fellur, við tekur minnihlutastjórn S og V studd af B.  Gengið er til kosninga og ný ríkistjórn V og S tekur við meirihlutanum.  Samninganefnd, undir forystu Svavar Gestssonar er send út til að semja við þjóðirnar tvær.  Hann kom eftir ótrúlega skamman tíma heim með það sem að fjármálaráðherra kallaði glæsilega niðurstöðu.  Allar kröfur þeirra samþykktar upp í topp m.a. Þeir krefja íslendinga um endurgreiðslur á því sem samsvarar 20.887€, en ef einhver afgangur verður af eigum bankans þegar þetta er allt frá fer afgangurinn í að borga mismuninn.  En einnig fá þeir hluta af eigum bankans strax upp i mismuninn.  10 ára lán á 5,5% vöxtum.  "Ég nennti ekki að hafa þetta hangandi yfir mér".  Sagði Svavar sjálfur þegar heim var komið. 

               Ríkistjórnin reyndi að koma samningnum í gegnum þingið óséðum.  Stjórnarandstaðan var ekki tilbúin að samþykkja samningin og gera að lögum án þess að fá að lesa hann og kynna sér samningin.  Þegar farið var að fjalla um hann kom í ljós að ýmislegt var enn á huldu í sambandi við samningin og hvaða áhrif hann myndi hafa á land og þjóð.  Hann var samt á endanum samþykktur sem lög 96/2009 2. sept. með fyrirvörum sem að stjórnarandstaðan kom inn í samningin.  Viðsemjendur okkar voru ekki tilbúnir að samþykkja þessa fyrirvara.  Þannig að málið var tekið upp að nýju á þingi, þar sem stjórnin vildi koma þeim út.  Það tókst 30. des þegar nýju lögin voru samþykkt með 33 gegn 30 atkv.  Um 60.000 Íslendingar skrifa undir áskorun um að skrifa ekki undir lögin og vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Það gerir hann 5. jan 2010.  Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi hótað því að hér yrði dauði og djöfull ef lögin yrðu ekki samþykkt STRAX.   Eftir að forsetinn neitaði að staðfesta löginn, hafa svo komið fram hinir ýmsu erlendu sérfræðingar, sem halda því fram að það sé ekki lagaleg skilda á að Íslendingar eigi að borga þetta allt.  Hluti allavega af skaðanum eigi að falla á Hollendinga og Breta.  Þetta getur ríkistjórnin ekki sætt sig við og vill allt gera til að láta okkur borga sem mest og bera sem mesta ábyrgð.  Þessir sérfræðingar vita ekkert um hvað þeir eru að tala. 

         Þá er bara að ákveða hvort það verður X já eða X nei.

 

p.s. hægt er að sjá lánasamningana í heild á island.is


Tæknivandi

Jæja þá er talvan vonandi komin í lag.  En ég er búin að vera í vanda með tæknimálin síðan fyrir áramót.  Fyrst var ráterinn að stríða mér í nokkra daga.  Sambandið við hann datt niður upp úr þurru og var í nokkra daga þannig að það var að koma og fara til skiptis.  Svo þegar það var farið að vera eins og það átt að vera, þá fór lykklaborðið að vera með stæla.  Kom bara með suma stafi en aðra ekki.  Þar sem ég er nú nógu léleg í stafsetningu og annað sá ég fram á að ekki gengi það að vera með lykklaborð sem skrifaði bara 3 hvern staf eða svo.  Því var reddað nýju borði, en fór þá ekki hel...... ráterinn að haga sér aftur svona.  Vona að þetta sé komið í lag núna. 

Svaka pen og settleg, eða ekki.

Eftir þessa jóladaga er ég búin að fá endanlega staðfestingu á því, það vantar alveg í mig penu stelpu genin.  Þakka bara fyrir að Kalli Bentsen eða einhver álíka er ekki búin að vera nálægt mér, því sú hefði  aldeilis fengið að heyra hvernig á ekki að sitja og haga sér.  Þessa hátíðardaga sem búnir eru er ég búin að vera mikið á mínum uppáhaldsstað í stofunni, Chesterfield stól inn í horni.  Svo eftir stutta stund á þessum stað er ég ósjálfrátt komin í mína uppáhalds stellingu, í hálfgerða bóndabeygju þversum í stólum.  Það að ég er búin að vera í kjól og það stuttum, niður á mið læri, hefur ekki stoppað mig,  ranka við mér með reglulegu millibili og sest þá eins og á að sitja, en eftir nokkrar mín. er ég aftur komi á hlið.  Þakka bara fyrir að hinir í famelíunni eru ekki myndavélaóðir, og ég er ekki að taka myndir af mér,  því þá væri ég ekki í góðum málum.  Verð að fara að læra að haga mér eins og dama.

Í tilefni dagsins

Rehus-Beal-Ledeats       -     Gezur Krislinjden    -       Feliz Navidad     -       Selamat Hari Natal     - Shenoraavor Nor Dari yev Pari Gaghand     -   Idah Saidan Sanah Jadidah      -    Pace e salute     -Boas Festas e Feliz Ano Novo      -       Kung His Hsin Nien bing Chu Shen Tan          -   Sretan Bozic -Gun Tso Sun Tan'Gung Haw Sun      -      Glædelig jul    -  Merry Christmas and a Happy New Year -  Jutdlime pivduluarit ukiortame pivdluarittlo!      -    Gajan Kristnaskon      -    Hyvaa joulua  - Gledhilig jol og eydnurikt nyggjar      -     Bon Noel    -     Froehliche Weihnacten  -  Mele Kalikimaka -Kala Christouyenna    -     Mo'adim Lesimaka.  Chena tova   -    Shub Naya Baras    -  Sreken Bozhik   -    Nollaig Shona Dhuit   -      Buone Feste Natalizie    -       Natale hilare et Annum Faustum    -        Bonu nadale e prosperu annu nou     -        God Jul och Ett Gott Nytt Ar      -     Sawadee Pee Mai.

Nú er nóg komið, á samt nokkur eftir.   

Síðast en ekki síst   

Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár.


Konan

Þegar Guð skapaði konuna vann hann seint á sjötta degi, þegar engill kom að og sagði við hann: "því að eyða svo miklum tíma í Þetta?"

Og Drottinn svaraði: "Hefurðu ekki séð upptalninguna á því sem ég þarf að gera til að skapa hana?  Hún þarf að vera vatnsheld en þó ekki úr plasti, hafa meira en 200 hreyfanlega hluta, sem ekki er hægt að skipta um og hún þarf að geta framleitt hvaða mat sem er, hún þarf að geta faðmað mörg börn í einu og gefið faðmlag sem eitt og sér læknar allt frá skrámu til ástarsorgar.  Þetta allt þarf hún að gera með aðeins tvær hendur."

Engillinn varð mjög hrifinn og sagði: "Bara tvær hendur, það ert ómögulegt.  Og þetta er bara venjulegt eintak!  Þetta er allt of mikil vinna sem þú klárar ekki í dag, geymdu þetta til morguns og kláraðu hana þá."

"Það geri ég ekki" svaraði Drottinn.  "Ég er svo nálægt því að fullgera þetta sköpunarverk sem mun eiga sérstakan stað í hjarta mér.  "Hún læknar sig sjálf þegar hún veikist og hún getur unnið 18 tíma á dag."

Engillinn kom nú nær og snerti konuna.  "En þú hefur gert hana svo mjúka Drottinn." Sagði hann svo.

"Hún er mjúk" svaraði Drottinn.  "En ég hef einnig gert  hana sterka því þú getur ekki ímyndað þér hvað hún þarf að ganga í gegnum og þola."

"Getur hún hugsað?" Spurði engillinn.  Drottinn svaraði:  "Hún getur ekki aðeins hugsað, heldur einnig rökrétt og staðið í samningum."

Engilinn snerti vanga konunnar, "Drottinn það lítur út fyrir að sköpunarverkið leki.  Þú hlýtur að hafa lagt of miklar byrgðar á hana. 

"Hún lekur ekki ... Þetta er tár" leiðrétti Drottinn.

"Til hvers er það?" spurði engilinn.

Drottinn svaraði:  "Tárin eru hennar leið til að láta í ljós sorg sína og stolt sitt."

Þetta hafði mikil áhrif á engilinn sem sagði:  "Drottinn, þú er snillingur!  Þú hefur hugsað fyrir öllu.  Þessi kona er stórkostleg!"

Og Drottinn svaraði englinum:  "Það er hún svo sannarlega.  Konan býr yfir slíkum styrk að mestu karlmenn undrast hann.  Hún tekst á við hvaða vandræði sem er og getur borið þungar byrgðar á herðum sér, hamingju, ást og áætlanir.  Hún brosir þegar hana langar til að öskra.  Hún syngur þegar hana langar að gráta, grætur þegar hún er hamingjusöm og hlær þegar hún er hrædd.  Hún berst fyrir því sem hún trúir á.  Hún berst við ranglæti.  Hún tekur ekki nei sem gilt svar þegar hún sér betri lausn.  Hún gefur sjálfa sig svo fjölskyldan geti dafnað.  Hún fer með vini sína til læknis ef hún óttast um þá.  Ást hennar er skilyrðislaus.  Hún grætur þegar börnin hennar eru sigursæl.  Hún er glöð þegar að vinum hennar gengur vel.  Hún gleðst þegar hún heyrir af barnsfæðingum og brúðkaupum.  Hjarta hennar brestur þegar ættingi eða vinur fellur frá.  En hún finnur styrk til þess að takast áfram á við lífið.  Hún veit að faðmlag og kossar geta læknað brostið hjarta."

"Það er aðeins einn galli á henni" sagði Drottinn að lokum.  "Hún gleymir því hversu stórkostleg hún er."


Til þeirra sem stjórna leit fyrir austan.

    Eftir þá reynslu mína að hafa verið aðstandandi, þegar leit eftir sjóslys, stendur yfir, vil ég koma eftirfarandi ósk á framfæri:

    Vinsamlegast komið fram við alla aðstandendur sem bíða svara af virðingu.  Byrjið á því að svara þeim (á undan fjölmiðlum) og svarið þeim þegar þeir leita svara.  Það er svar að segja; það er ekkert nýtt, en þetta er það sem við erum að gera. 

    Þetta var ekki til staðar þegar ég var aðstandandi og sárindin yfir því að þurfa að vakta fréttir fjölmiðla, til að komast að því hvernig staða væri, sitja enn á sálinni.  Viðmótið sem við mættum sumstaðar í kerfinu gerðu oft illt verra.  


Samúðarkveðjur

    Til aðstandenda þeirra sem voru í bátnum sem fórst við Skrúð, í morgun.  Hjarta mitt og hugur er með ykkur nú. Það eru rúm 8 ár síðan ég var í ykkar sporum, var aðstandandi, og beið svara meðan leit stóð yfir, eftir sjóslys.  Því er hjarta mitt og allar mínar bestu hugsanir hjá ykkur.  Vonandi fáið þið svör fljótt.   


Jólapakkar

p1011215_941248.jpgp1011220_941251.jpgÞá er ég loksins byrjuð að pakka inn, en oft hafa samt pakkarir frá mér verið flottari og meira dúllað við þá, en hér er amá sýnishorn af pökkunum í ár.p1011219.jpg

"Fréttir"

    Hvað er að gerast með þessa þjóð?  Það er allt að verða vitlaust á þingi, ekki í fyrsta sinn.  Og á meðan þaðan berast bara fréttir sem gera ekkert nema rugla mann og annan, og þeir rífast út í eitt um það hvað er í gangi/ekki í gangi.  Ekki að ég ætli að tjá mig neytt um það, því ég vil reyna að halda sem lengst í þá litlu glóru sem enn er til staðar hjá mér.  það eru tveir atburðir þessu algerlega ótengdir sem hafa, að því er virðist,  truflað  þjóðarsálina  mjög þessa vikuna.

    Hvaða mál er það þó svo að karl einn í Ameríku hafi líklega lent í rifrildi við eiginkonu sína, eftir að hafa trúlega, sennilega, kannski, haldið framhjá henni.  Hafi svo rokið út af heimilinu og klessu keyrt fína bílinn sinn.  Þó svo að þessi karl geti slegið litla kúlu með kylfu, þá get ég ekki séð að þetta sé það merkilegasta, sem gerðist í tengslum við íþróttir, á einum sólahringi.  En þetta var fyrsta frétt í íþróttafréttatímum hjá bæði RUV og Bylgjunni, nú í byrjun vikunnar.  Það skal tekið fram að ég er eldheitur antisportisti, og er stolt af því.  Veit samt alveg af því að það fer eftir því við hvaða einstakling úr stórfjölskyldunni ég er að tala við, hvaða lið er best og með hverjum ég "held" með.  Ef talað er við þau í Kópavogi þá er það Breiðablik, FH ef ég er að tala við þau í Hafnafirði, KA ef ég tala við brekkusnigilinn ofrv.  Eins er með Man Utd, Chelsea (þurfti að fletta upp hvernig á að skrifa þetta rétt), og hvað þau heita öll þessi lið sem eiga víst að skipta mig máli).  Ekki hef ég hugmynd um hvernig búningarnir þeirra eru á litinn.  Þetta var útúrdúr.  En ég get samt ekki séð hvaða máli það skiptir hvað þessi maður gerir þegar hann er ekki að lemja kúlu.  Hvað þá að það sé það merkilegasta sem gerist, í hinum stóra heimi.  Get ekki séð að það, í hvaða rúmi hann ákveður að sofa eða ekki sofa í, komi okkur og okkar líðan neitt við.  Gott ef vísir er ekki enn að fjalla um þetta mikilvæga mál.

    Annað mál, sem hefur einnig hefur verið mikið í umræðunni, hvað með það þó svo að einhverri konu hafi verið hent út af Facebook.  Nú er ég náttúrulega að hætta mér út á hálan ís, því ég hvorki hef lesið fréttina, né lít eins vel og hún (er í laginu eins og tagga, jöfn á hæð og breidd og helmingi minni eða svo á þykkt), á ekki frægan mann (á reyndar engan).  Því veit ég ekki hvort mér sé óhætt að setja út á þetta fár sem varð.  Hvað með það þó að henni hafi verið hent út?  Get ekki séð að það sé eitthvað sáluhjálpar atriði að vera á fésbókinni.  Las ekki fréttina og veit því ekki alveg um hvað þetta fjaðrafok allt snérist.  Það getur vel verið að hún hafi verið komin með grilljón vini, sem hún vill ekki missa af.  Þeir geta varla allir verið þannig að þeir skiti hana einhverju máli, en séu ekki bara tala sem hægt sé að monta sig af.  En ef þetta er svona mikið mál þá getur hún bara stofnað nýja síðu, breytir bara nafninu smá pínu, eða eitthvað slíkt.  Og þrátt fyrir að ég sé einhver snillingur á netinu, þá gæti ég hjálpað henni að gera það.  Sjálf er ég á fésinu, og 2 síður frekar en eina, en sú seinni er reyndar ekki bara fyrir mig, en 9 ára gamall frændi minn varð alveg óður í að fá síðu, en það sem mér fannst hann ekkert hafa þangað að gera.  En leyst málið þannig að hann má vera á auka síðunni minni, en ég hef aðgang og má hvenær sem er fara þangað og fylgjast með, því sem hann er að gera.  En aftur að "fréttinni" verð sennilega bara að fara að grafa hana upp og lesa, til að vita hvað var í gangi, en þar sem ég hef akkurat engann áhuga á þessari konu og langar ekki að kynnast henni, þá held ég að ég sleppi því bara og haldi bara áfram að vera ánægð með mína fávisku, mitt útlit og alla mína galla.

 


04.12.2009

Af því að ég hef verið svo löt að setja inn brandara síðustu viku, þá koma hér þrír stuttir

 

Magnús mætir til vinnu með stórt glóðarauga og vinnufélagarnir spyrja:

- Hvernig tókst þér nú að krækja í þetta?

- Nú, ég dró bara stúlku upp úr vatninu.

- Og sló hún þig þá?

- Nei, nei! Ekki hún.  En konan mín kom heim, einmitt þegar ég var að drösla henni upp úr baðkarinu.

 

Lífið er hlaðið af steinum:

Tannsteinum, gallsteinum, nýrnasteinum.... og legsteinum.

 

..... og svo var það maðurinn sem vildi drekkja sorgum sínum, en bæði konan og tengdamamman voru svo vatnshræddar! 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband