Snjór meiri snjór

Er  búin að komast að því að það tekur ekki nema rétt rúma mínútu að koma sér í ullarsokka, hlífðarbuxur, húfu, vettlinga og úlpu.  Síðan er hlaupið út og farið að munda skóflur.  Búin að moka meiri snjó í dag en ég kæri mig um að muna.  búin að fara 2. í dag út að moka bíla úr sköflum.  Núna var fjölsk. að koma inn eftir að vera búin að eyða rúmlega hálftíma í það að reyna að koma gestunum héðan.  Það er moka og ýta, moka meira, ýta meira og svo moka ennþá meira.  Ekkert gekk, það var svo á endanum það tilvonandi gestir á efri hæðinni, sem voru á jeppa þurftu að kippa okkar gesti úr skaflinum svo að hann kæmist á næsta stað.  Ég er nú ekki með hæstu mönnum (160cm) en ég var að vaða snjó upp í hné sumstaðar, þegar ég tók smá mælingu og gekk aðeins hér um, meðan ég fékk skóflu hvíld.  Vorum bara með 3 skóflur að moka.  Samt erum við mjög neðarlega í bænum.  Ekki vildi ég vera efst á brekkunni, né í Giljum né Síðum.  Þar hlýtur að vera snjór upp í klof.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband