"Fréttir"

    Hvað er að gerast með þessa þjóð?  Það er allt að verða vitlaust á þingi, ekki í fyrsta sinn.  Og á meðan þaðan berast bara fréttir sem gera ekkert nema rugla mann og annan, og þeir rífast út í eitt um það hvað er í gangi/ekki í gangi.  Ekki að ég ætli að tjá mig neytt um það, því ég vil reyna að halda sem lengst í þá litlu glóru sem enn er til staðar hjá mér.  það eru tveir atburðir þessu algerlega ótengdir sem hafa, að því er virðist,  truflað  þjóðarsálina  mjög þessa vikuna.

    Hvaða mál er það þó svo að karl einn í Ameríku hafi líklega lent í rifrildi við eiginkonu sína, eftir að hafa trúlega, sennilega, kannski, haldið framhjá henni.  Hafi svo rokið út af heimilinu og klessu keyrt fína bílinn sinn.  Þó svo að þessi karl geti slegið litla kúlu með kylfu, þá get ég ekki séð að þetta sé það merkilegasta, sem gerðist í tengslum við íþróttir, á einum sólahringi.  En þetta var fyrsta frétt í íþróttafréttatímum hjá bæði RUV og Bylgjunni, nú í byrjun vikunnar.  Það skal tekið fram að ég er eldheitur antisportisti, og er stolt af því.  Veit samt alveg af því að það fer eftir því við hvaða einstakling úr stórfjölskyldunni ég er að tala við, hvaða lið er best og með hverjum ég "held" með.  Ef talað er við þau í Kópavogi þá er það Breiðablik, FH ef ég er að tala við þau í Hafnafirði, KA ef ég tala við brekkusnigilinn ofrv.  Eins er með Man Utd, Chelsea (þurfti að fletta upp hvernig á að skrifa þetta rétt), og hvað þau heita öll þessi lið sem eiga víst að skipta mig máli).  Ekki hef ég hugmynd um hvernig búningarnir þeirra eru á litinn.  Þetta var útúrdúr.  En ég get samt ekki séð hvaða máli það skiptir hvað þessi maður gerir þegar hann er ekki að lemja kúlu.  Hvað þá að það sé það merkilegasta sem gerist, í hinum stóra heimi.  Get ekki séð að það, í hvaða rúmi hann ákveður að sofa eða ekki sofa í, komi okkur og okkar líðan neitt við.  Gott ef vísir er ekki enn að fjalla um þetta mikilvæga mál.

    Annað mál, sem hefur einnig hefur verið mikið í umræðunni, hvað með það þó svo að einhverri konu hafi verið hent út af Facebook.  Nú er ég náttúrulega að hætta mér út á hálan ís, því ég hvorki hef lesið fréttina, né lít eins vel og hún (er í laginu eins og tagga, jöfn á hæð og breidd og helmingi minni eða svo á þykkt), á ekki frægan mann (á reyndar engan).  Því veit ég ekki hvort mér sé óhætt að setja út á þetta fár sem varð.  Hvað með það þó að henni hafi verið hent út?  Get ekki séð að það sé eitthvað sáluhjálpar atriði að vera á fésbókinni.  Las ekki fréttina og veit því ekki alveg um hvað þetta fjaðrafok allt snérist.  Það getur vel verið að hún hafi verið komin með grilljón vini, sem hún vill ekki missa af.  Þeir geta varla allir verið þannig að þeir skiti hana einhverju máli, en séu ekki bara tala sem hægt sé að monta sig af.  En ef þetta er svona mikið mál þá getur hún bara stofnað nýja síðu, breytir bara nafninu smá pínu, eða eitthvað slíkt.  Og þrátt fyrir að ég sé einhver snillingur á netinu, þá gæti ég hjálpað henni að gera það.  Sjálf er ég á fésinu, og 2 síður frekar en eina, en sú seinni er reyndar ekki bara fyrir mig, en 9 ára gamall frændi minn varð alveg óður í að fá síðu, en það sem mér fannst hann ekkert hafa þangað að gera.  En leyst málið þannig að hann má vera á auka síðunni minni, en ég hef aðgang og má hvenær sem er fara þangað og fylgjast með, því sem hann er að gera.  En aftur að "fréttinni" verð sennilega bara að fara að grafa hana upp og lesa, til að vita hvað var í gangi, en þar sem ég hef akkurat engann áhuga á þessari konu og langar ekki að kynnast henni, þá held ég að ég sleppi því bara og haldi bara áfram að vera ánægð með mína fávisku, mitt útlit og alla mína galla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband