5 ár ár frá flóðunum miklu

Í dag eru 5 ár frá flóðunum miklu í Asíu og Afríku.  Var rétt að skríða á fætur þennan dag þegar fréttir komu um að jarðskjálfti og síðan flóðbylgja hefði dunið yfir.  Elsti bróðir minn var einmitt staddur á Sri Lanka, en hann hafði kvænst þar 8 dögum áður.  Það var því svakalega erfiður dagur á meðan að við vorum að bíða eftir því að fá einhverjar fréttir af þeim.  Það var svo um kvöldið sem að við fengum þær fréttir að þau hefðu sloppið, og það væri allt gott.  Þessar fréttir fengum við í gegnum Danmörk.  En íslendingur búsettur þar hafði náð sambandi út.  En það var ekki fyrr en daginn eftir sem að við náðum að tala við hann sjálfan, flóðið hafði stoppað um 10 metrum frá húsinu sem þau hjónin gistu í.  En ástandið var svakalegt og svæðið sem að þau dvöldu á varð illa úti.  Það var hrikalegur léttir loks þegar við náðum sambandi, við hann og heyrðum í honum röddina,  þó svo að þetta hafi verið mikið sjokk fyrir þau, og þau verið mjög slegin, þá hefur aldrei verið eins gott að heyra röddina hans.  Það var svo nokkrum dögum seinna að við vorum að tala við hann aftur þegar hann kvaddi mjög snöggt, hann hafði samband aftur nokkrum tímum síðar, en þá hafði komið annar jarðskjálfti og allir á svæðinu hlaupið upp á hæð, fyrir utan bæinn, það var rétt svo að hann náði að grípa pappírana sína með.  Það var ekki verið að taka neina sjensa.  Og vorum við ekkert smá ánægð þegar hann kom aftur til Danmerkur, þar sem hann býr, verst af öllu var samt, hann þurfti að skilja konuna sína eftir, því að danska útlendingastofnunin er hrikalega erfið að eiga við, og gekk illa að fá dvalarleyfi fyrir hana þar.  Jafnvel voru þeir á því að þar sem að hann var ekki með gilt dvalarleyfi þá vildu danska útlendingastofnun  vísa honum úr landi.   Íslendingar þurfa ekki dvalarleyfi í Danmörku. Annar bróðir minn býr með konu frá Thailandi, en við fengum fljótt fréttir af því að hennar fjölskilda býr mun norðar og lengra inn í landi og því engin hætta hjá þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband