Brandari dagsins 21.11

Í tilefni dagsins einn langur og góður.

    Maður einn var orðinn dauðþreyttur á því óskaplega til að upplifa líf hennar einn dag.  Hann bað því Guð um að leyfa sér að vera hún í einn dag.  - Kæri Guð, sagði maðurinn.

    - Ég fer í vinnuna á hverjum morgni og vinn í átta tíma á meðan konan mín er bara heima.  Ég vil leyfa henni að upplifa hvað ég geng í gegnum í vinnunni.  Ef þú gætir bara leyft henni að vera ég í einn dag.

    Guð ákvað að uppfylla þessa ósk mannsins.  Næsta dag vaknaði maðurinn sem eiginkonan.  Hann fór á fætur, tók til morgunverð handa maka sínum, vakti börnin, tók til skólafötin, gaf þeim að borða, setti í nestisboxin þeirra, keyrði þau síðan í skólann.  Síðan náði hann í þvott úr hreinsuninni, kom við í bankanum og borgaði reikninga, fór síðan í stórmarkaðinn og keypti matvörur og fór að lokum heim og gekk frá þeim.  Hann þreif skítinn undan kettinum  og baðaði hundinn, en þá var  klukkan orðin eitt og hann  flýtti sér að búa um rúmin, þvo þvottinn, þurrka  af  og  skúra eldhúsgólfið.  Eftir allt þetta var kominn tími til að sækja krakkana í skólann og hann gerði það og lenti í rifrildi við þau á leiðinni heim.  Hann gaf þeim kökur og mjólk og fór yfir heimalærdóminn með þeim, en tók því næst fram strauborðið og horfði á sjónvarpið á meðan hann straujaði.

    Klukkan fjögur byrjað i hann að taka til matinn, afhýddi kartöflurnar, þvoði grænmeti í salatið og barði svínakóteletturnar og kryddaði þær.

    Nú kom eiginkonan í líki hans heim úr vinnunni og þau borðuðu matinn saman.  Hann þvoði upp eftir matinn, braut saman þvott, baðaði börnin og kom þeim í rúmið.  Klukkan hálftíu var hann orðin útkeyrður og dauðþreytttur. 

    Þau hjónin fóru skömmu síðar í rúmið og hann komst í gegnum hálfþreyttan ástarleik án vandræða.

    Næsta dag vaknaði hann snemma og kraup við rúmstokkinn og bað til Guðs.  - Kæri Guð.  Ég veit ekki hvað ég var að hugsa þegar ég öfundaði kouna mína af því að vera heima.  Elsku Guð leyfðu mér að skipta við hana aftur.

    Hinn alvitri Guð svaraði: - Sonur sæll.  Ég held að þú hafir lært talsvert af þessu og mun ég leyfa þér að endurheimta þitt fyrra líf.  En þú þarft samt að bíða í níu mánuði.  Í gærkvöldi varðstu nefnilega ófrískur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband