Færsluflokkur: Spaugilegt

Brandari dagsins 19. 11. 2009

Veitir ekki af smá upplífgandi lestri þessa dagana.  Hef því ákveðið að setja inn 1 brandara á dag.  Á meðan þeir endast sem ég kann.

    Afgreiðslustúlka í lyfjabúð var kölluð til yfirmanns síns vegna kvörtunar frá viðskiptavini um óvirðulegt orðbragð.

    Stúlkan gaf eftirfarandi skýringu: - í morgun kom kona í lyfjabúðina og bað um sýklalyf til að nota gegn kvefi.  Konan varð mjög ókurteis þegar ég sagði henni að ég gæti ekki afgreitt hana nema gegn lyfseðli.  Næst bað konan um hitamæli og ég rétti henni einn.  Síðan bað hún mig að sýna sér hvernig ætti að nota mælinn og ég lét mér nægja að segja henni í nokkrum einföldum orðum hvert ætti að setja hann. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband