Til þeirra sem stjórna leit fyrir austan.

    Eftir þá reynslu mína að hafa verið aðstandandi, þegar leit eftir sjóslys, stendur yfir, vil ég koma eftirfarandi ósk á framfæri:

    Vinsamlegast komið fram við alla aðstandendur sem bíða svara af virðingu.  Byrjið á því að svara þeim (á undan fjölmiðlum) og svarið þeim þegar þeir leita svara.  Það er svar að segja; það er ekkert nýtt, en þetta er það sem við erum að gera. 

    Þetta var ekki til staðar þegar ég var aðstandandi og sárindin yfir því að þurfa að vakta fréttir fjölmiðla, til að komast að því hvernig staða væri, sitja enn á sálinni.  Viðmótið sem við mættum sumstaðar í kerfinu gerðu oft illt verra.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sammála þér.

Bróðir minn týndist einu sinni í brjáluðu veðri á heiði, ásamt vinum sínum og voru þeir á tveimur jeppum.  Ég fékk allar fréttir af leitinni í gegnum fjölmiðla.  Fyrst fannst annar jeppinn mannlaus og síðan hinn.  Strákarnir fundust, að mér fannst heilli eilífð síðar,  heilir á húfi en kalnir og hraktir.   Aldrei talaði nokkur maður frá lögreglu eða björgunarsveitum við mig þrátt fyrir að ég tilkynnti um að þeirra væri saknað.

Líðanin við þessar aðstæður er skelfileg.

Anna Einarsdóttir, 20.12.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband