Færsluflokkur: Bloggar

í denn

Af ástæðum sem ekki verða gefnar upp alveg strax, þá er árið 1989 búið að vera mikið í huga mér núna síðustu daga.  Margt hefur verið rifjað upp.  Nánar síðar, en þetta varð til þess að farið var í það að grafa upp gömul myndaalbúm, og er ég mikið að hugsa um að reyna að komast í skanna til að skella inn mynd af mér frá þessum tíma.  Nú er bara að drífa sig í að velja eina, eða svo, góða frá því herrans ári.  


typpikal ég.

Já það er ekki að spyrja.  Snillingurinn ég tókst að klúða þessu eins og öðru.  Það sem ég bloggaði í gær birtist ekki.  Veit að sennilega gæti ég fengið það til að birtast, en þar sem ég klúðraði því í fyrstu tilraun, þá geymi ég það bara í nokkra daga og sé svo til.  Forsendur hafa nefnilega aðeins breyst, þ.e. ég er komin lengra með lesturinn.  Ykkur kemur ekkert við hvað ég á við, fyrst þetta klúðraðist í gær.  Þið vitið þetta var svo eitt af þessum dæmum þar sem að tölvan gerði ekki það sem hún átti að gera.  Talvan gerði mistök, ekki ég.  Þessi lestur minn veðrur því bara að vera leyndó áfram, alla vega þangað til það kemur að því að ákveða hvað skal gera að honum loknum. 

Þar kom að því.

Þá er ég búin að stofna blogg síðu.  Hefur staðið til lengi en þar sem ég er frekar tölvuheft, þá hef ég ekki látið verða af því fyrr en núna.  Hingað til hefur nefnilega alltaf verið hrigt í stóra bróðir, ef ég hef ekki vitað hvernig ég á að gera eitthvað í sambandi við tölvuna.  Þar sem hann er ekki með bloggsíðu þá þýðir ekkert að byðja hann að bjarga mér ef ég lendi í einhverjum vanda.  Annars verður það þannig hér að það verður opið fyrir athugasemdir, en það verður samt ritstýring í gangi.  Þar sem þetta er MÍN SÍÐA ÞÁ ER HÚN Á MÍNA ÁBYRÐ, OG ÞAÐ SEM ÞAR ER.  því verður því hennt út sem mér finnst ganga of langt.  Eins er alveg óþarfi að vera með skítkast út í aðra á minni síðu.  þið verðið bara að nota ykkar síður til þess.  Þar sem að ég er fordómafull, forpokuð, hörundsár, húmorslaus, með fullt af fóbíum og pempía, þá er kannski ekki margt sem mér finnst ekki ganga of langt.  Nú er svo bara að láta á þetta reyna.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband