Færsluflokkur: Bloggar

Úff!!!!!!!!!!!!!

    Það er sagt að maður eigi að borða eitt epli daglega, út af járninu, og einn banana til að fá kalíum.  Líka eina appelsínu, út af C-vítamíninu, og einn bolla af grænu tei án sykurs til að forðast sykursýki.  Svo má ekki gleyma lýsinu sem er náttúrulega allra meina bót.  Drekka tvo lítra af vatni alla daga og borða þarf hverjum degi jógúrt og eitt skot af LGG, út af gerlunum sem enginn skilur hvað gera.  Daglega þarf maður að taka inn eina aspirín til að koma í veg fyrir hjartaáfall og drekka eitt rauðvínsglas í sama tilgangi.  Annað hvítt fyrir taugakerfið og einn bjór, sem ég man ekki hvaða gagn á að gera.  Ef þú færð þér þetta allt í einu, skaltu gæta þess að eiga alltaf einn Red Bull í ísskápnum til að drekka daginn eftir, nema náttúrulega ef þú ert búinn að fá heilablóðfall. Ef það gerist, muntu ekki taka eftir því.  Daglega skal maður borða trefjar, mjög mikið af trefjum.  Þar til þú kúkar heillri peysu. Það á að borða fjórar til sex máltíðir á dag, hollar, fitulitlar máltíðir og ekki gleyma að tyggja hvern munnbita hundrað sinnum.  Með smá útreikningi er ljóst að það tekur þig um fimm klukkustundir á dag að borða.  Ó, og síðan má ekki gleyma að bursta tennurnar eftir hverja máltíð.  Á eftir jógúrtinu og trefjunum, tannbursta, á eftir eplinu, tannbursta, á eftir bananum tannbursta ... Og á meðan þú ert á annað borð með tennur máttu ekki gleyma tannþræðinum og munnskolinu.  Best að stækka baðherbergið og setja þar inn hljómflutningstækin þín, því þar áttu eftir að dvelja drjúgan tíma út af öllu vatnsþambinu, trefjunum, og tönnunum.  Síðan á að sofa í átta stundir og vinna í aðrar átta plús þessar fimm sem fara í að borða.  Þetta gerir tuttugu og eina klukkustund.  Þá áttu þrjár stundir eftir, það er að segja ef ekkert sérstakt kemur uppá þann daginn.  Samkvæmt könnunum eiðum við þremur stundum daglega í sjónvarp ... og ekki gleyma tölvunum!!! En þú hefur engan tíma í svoleiðis, því daglega áttu að fá þér a.m.k. hálftíma göngutúr og síðan verður þú að huga að vinunum því þeir eru eins og blóm, það þarf að vökva þau daglega.  Líka þegar þú ferð í frí.  Það er að segja ef þú ferð í frí.  Síðan þarf að vera vel upplýstur.  Lesa að minnsta kosti tvö dagblöð og eina grein í tímariti til að bera saman.  Síðan er það kynlífið.  Kynlíf daglega og þar að auki á það að vera frumlegt og skapandi.  Þetta tekur sinn tíma!!! að maður tali nú ekki um tantra-kynlíf!!!  Að öllu framansögðu vil ég minna þig á, það á að tannbursta sig eftir hverja máltíð.  Það þar líka að skúra, þurrka af, þvo þvott, fara í sturtu og vaska upp og áttu kannski hund að auki eða hamstur? Börn?! Nú reiknast mér til að þetta kalli á um 30 stundir á dag.  Eina lausnin á þessum vanda, er að framkvæma eitthvað af þessum atriðum í einu.  Til dæmis: Þú ferð í kalda sturtu með opinn munninn og drekkur þannig lítrana tvo af vatni.  Þegar þú gengur út úr baðherberginu með tannburstann í munninum nýturðu um leið ásta (tantrískt) standandi með makanum, sem um leið horfir á sjónvarpið og segir þér frá á meðan þú burstar tennurnar.  Er önnur höndin laus? Hringdu í vinina!!! Og foreldrana!!!  Fáðu þér rauðvín (eftir spjallið við foreldrana muntu þurfa á því að halda) eplið getur makinn þinn matað þig á, á meðan þú borðar bananann með jógúrtinu.  Ufffff!  En ef þú átt tvær mínútur eftir, sendu þá þetta á vinina (sem þú þarft að vökva eins og blóm) um leið og þú tekur inn eitt hvítlaukshylki sem er svo gott fyrir ...  

    En nú verð ég að hætta því að eftir jógúrtið, appelsínuna, bananann, bjórinn fyrri vatnslítrann, þriðju máltíðina með trefjum, hef ég ekki hugmynd um það hvað ég er að gera og þarf nauðsynlega að komast á klósettið.  Aha ég ætla að nýta tímann vel og kippa tannburstanum með mér.  Ef ég er að senda þér þetta í annað sinn, er það vegna þess að þrátt fyrir að fylgja öllum þessum ráðum er ég samt komin með Alzheimer!


Brandari 26.11.

Fimm mannætur fengu vinnu í líftæknifyrirtæki.  Þegar forstjórinn tók á móti þeim sagði hann: - Þið eruð núna hluti af liðsheild okkar.  Hér getið þið haft góð laun og fegið að borða í matsalnum og því vil ég biðja ykkur að láta starfsfólkið í friði.

Mannæturnar lofuðu öllu fögru.  Fjórum vikum síðar kom forstjórinn og gaf sig á tal við mannæturnar.  - Þið eruð allar mjög duglegar og ég er mjög ánægður með hvernig þið hafið leyst starf ykkar af hendi.   Það eina sem er að er að nú er húsvörðurinn okkar horfinn.  Vitið þið eitthvað um hann?  Mannæturnar hristu höfuðið og sögðust ekkert vita um hann.  Þegar forstjórinn var farinn sagði foringi mannætanna: - Jæja hver ykkar át húsvörðinn?

Ein hinna fjögurra rétti hikandi upp höndina.  Foringinn öskraði á hann; - Bölvaður asni geturðu verið.  Í  fjórar vikur höfum við hámað í okkur hópstjóra, verkefnisstjóra og deildarstjóra og enginn hefur tekið eftir neinu.  Svo kemur þú upp okkur með því að éta einhvern sem skiptir máli!!!

 


öðruvísi landslag

Nú ætla ég aftur að reyna að setja inn myndir.  Og ef það tekst þá spyr ég bara, er það bara ég eða er þetta winnie-pict0007.jpglandslag .......... winnie-pict0038-768x1024.jpg


brandarinn 23.11.2009

Ég er ekki búin með alla brandarana, ég var bara svo niðursokkin í að lesa Loftkastalan sem hrundi, að ég mátti ekki vera að því að fara á netið. En þar sem að bókin er búin þarf ekki að hugsa um það lengur.  Hér er semsagt brandarinn.

Heyrt á landsfundi samfylkingarinnar:

    - Hvernig líst þér á nýja umhverfisráðherran okkar, þennan sem við fengum frá kommunum?

    - Nú, hans líkar vaxa sko ekki á trjánum.

    - Nei, er það ekki?

    - Nei,... þeir sveifla sér af einni grein á aðra....


Brandari 22.11

Það var einu sinni svo heitfeingur læknir, sem hafði hitann svo lágt stilltann á stofunni hjá sér að útöndunarloftið hjá samstarfsfólkinu myndaði gufu og það varð að klæðast þykkum úlpum í vinnunni.  Þegar fólkið þurrfti að hlýja sér fór það út úr húsinu.  Það var svo eitt sinn sjúklingur sem kom á stofuna sem var með hátt í 42° C hita.  Honum var umsvifalaust komið fyrir í kjallara húsins, svo hann gæti hitað það upp.

Brandari dagsins 21.11

Í tilefni dagsins einn langur og góður.

    Maður einn var orðinn dauðþreyttur á því óskaplega til að upplifa líf hennar einn dag.  Hann bað því Guð um að leyfa sér að vera hún í einn dag.  - Kæri Guð, sagði maðurinn.

    - Ég fer í vinnuna á hverjum morgni og vinn í átta tíma á meðan konan mín er bara heima.  Ég vil leyfa henni að upplifa hvað ég geng í gegnum í vinnunni.  Ef þú gætir bara leyft henni að vera ég í einn dag.

    Guð ákvað að uppfylla þessa ósk mannsins.  Næsta dag vaknaði maðurinn sem eiginkonan.  Hann fór á fætur, tók til morgunverð handa maka sínum, vakti börnin, tók til skólafötin, gaf þeim að borða, setti í nestisboxin þeirra, keyrði þau síðan í skólann.  Síðan náði hann í þvott úr hreinsuninni, kom við í bankanum og borgaði reikninga, fór síðan í stórmarkaðinn og keypti matvörur og fór að lokum heim og gekk frá þeim.  Hann þreif skítinn undan kettinum  og baðaði hundinn, en þá var  klukkan orðin eitt og hann  flýtti sér að búa um rúmin, þvo þvottinn, þurrka  af  og  skúra eldhúsgólfið.  Eftir allt þetta var kominn tími til að sækja krakkana í skólann og hann gerði það og lenti í rifrildi við þau á leiðinni heim.  Hann gaf þeim kökur og mjólk og fór yfir heimalærdóminn með þeim, en tók því næst fram strauborðið og horfði á sjónvarpið á meðan hann straujaði.

    Klukkan fjögur byrjað i hann að taka til matinn, afhýddi kartöflurnar, þvoði grænmeti í salatið og barði svínakóteletturnar og kryddaði þær.

    Nú kom eiginkonan í líki hans heim úr vinnunni og þau borðuðu matinn saman.  Hann þvoði upp eftir matinn, braut saman þvott, baðaði börnin og kom þeim í rúmið.  Klukkan hálftíu var hann orðin útkeyrður og dauðþreytttur. 

    Þau hjónin fóru skömmu síðar í rúmið og hann komst í gegnum hálfþreyttan ástarleik án vandræða.

    Næsta dag vaknaði hann snemma og kraup við rúmstokkinn og bað til Guðs.  - Kæri Guð.  Ég veit ekki hvað ég var að hugsa þegar ég öfundaði kouna mína af því að vera heima.  Elsku Guð leyfðu mér að skipta við hana aftur.

    Hinn alvitri Guð svaraði: - Sonur sæll.  Ég held að þú hafir lært talsvert af þessu og mun ég leyfa þér að endurheimta þitt fyrra líf.  En þú þarft samt að bíða í níu mánuði.  Í gærkvöldi varðstu nefnilega ófrískur.


Föstudagskvöld

Kvöldinu er ég búin að eyða í að þvo 2 þvottavélar, græja eina marenstertu, með helling af rjóma og nammi, og tvær brauðtertur. Heiti rétturinn verður búin til á morgun. Þannig að það verður sukkað nett í gúmmelaði á morgun (í dag).  Það er eins gott að einhver láti sjá sig, svo ég þurfi ekki að hesthúsa þessu öllu ein.  Bið ekki í vaxtalagið eftir það, myndi hætta að vera eins og tagga í laginu og yrði fullvaxin fílakaramella.  Hafið það sem allra best.

Brandri dagsins 20.11

Einn stuttur í dag.

- Móðir þín og ég erum sammála um að þú eigir skilið ærlega ráðningu, sagði faðirinn strangur á svip við óþekktarorminn son sinn.

-Þetta er alveg týpiskt, svaraði sonurinn háðslega, - Loksins þegar þið eruð sammála um eitthvað, þá skal það bitna á mér!


Á ég að fá mér einn svona?????

Nú þegar stóri dagurinn er við það að renna upp, skil samt ekki hvað ættingjar og vinir eru að æsa sig yfir honum.  Á mínum fyrri vinnustað var ein sem er tíu árum eldri en ég og alltaf þegar hún er  spurð  að  aldri  svarar hún með það sama 32, (hvað með það þó ég hafi bakað handa henni þegar aðrir hafi viljað hafa eitthvað 5 og 0), þannig að það ætti ekki að vera mikið mál að sjá út hvað ég er að verða gömul núna um helgina.  32-10. En það er semsagt komið að því að finna sér eitthvað til að vera í.  Nú hef ég í dag verið að reyna að ákveða mig hvort ég eigi að fá mér þennan eða svartan blúndu?The image “http://tagga.blog.is/users/a1/tagga/files/gview.png” cannot be displayed, because it contains errors.

Endurnýjun viðhalds.

Þar sem að svörtu litlu skrímslin, sem fara á stjá í fataskápum á næturnar, og þrengja fötin fyrir manni,  (kaloríurnar) hafa verið eitthvað latar undanfarið stefnir allt í það að ég verði að fara endurnýja viðhaldið mitt.  Ekki það að ég sé að kvarta.  Ástandið er nefnilega orðið það gott að svörtu buxurnar sem ég var svo ánægð með, því þær heldu svo vel við að viðhaldið fékk ekki að vera með, þá daga sem þær voru brúkaðar, eru orðnar þannig, að ég hef ekki þurft að nota rennilásinn í allan dag.  þannig að núna er ekki annað í stöðunni en að safna fyrir nýju viðhaldi fyrir jólin, en það er einstaklega lítið gaman að standa í þannig kaupum.  Kannski skárra þegar viðhöldin minnka.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband