20.11.2009 | 09:34
Brandri dagsins 20.11
Einn stuttur í dag.
- Móðir þín og ég erum sammála um að þú eigir skilið ærlega ráðningu, sagði faðirinn strangur á svip við óþekktarorminn son sinn.
-Þetta er alveg týpiskt, svaraði sonurinn háðslega, - Loksins þegar þið eruð sammála um eitthvað, þá skal það bitna á mér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2009 | 13:28
Brandari dagsins 19. 11. 2009
Veitir ekki af smá upplífgandi lestri þessa dagana. Hef því ákveðið að setja inn 1 brandara á dag. Á meðan þeir endast sem ég kann.
Afgreiðslustúlka í lyfjabúð var kölluð til yfirmanns síns vegna kvörtunar frá viðskiptavini um óvirðulegt orðbragð.
Stúlkan gaf eftirfarandi skýringu: - í morgun kom kona í lyfjabúðina og bað um sýklalyf til að nota gegn kvefi. Konan varð mjög ókurteis þegar ég sagði henni að ég gæti ekki afgreitt hana nema gegn lyfseðli. Næst bað konan um hitamæli og ég rétti henni einn. Síðan bað hún mig að sýna sér hvernig ætti að nota mælinn og ég lét mér nægja að segja henni í nokkrum einföldum orðum hvert ætti að setja hann.
18.11.2009 | 01:29
Á ég að fá mér einn svona?????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2009 | 21:04
Endurnýjun viðhalds.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2009 | 00:57
í denn
Af ástæðum sem ekki verða gefnar upp alveg strax, þá er árið 1989 búið að vera mikið í huga mér núna síðustu daga. Margt hefur verið rifjað upp. Nánar síðar, en þetta varð til þess að farið var í það að grafa upp gömul myndaalbúm, og er ég mikið að hugsa um að reyna að komast í skanna til að skella inn mynd af mér frá þessum tíma. Nú er bara að drífa sig í að velja eina, eða svo, góða frá því herrans ári.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2009 | 22:55
typpikal ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2009 | 19:24
Þar kom að því.
Þá er ég búin að stofna blogg síðu. Hefur staðið til lengi en þar sem ég er frekar tölvuheft, þá hef ég ekki látið verða af því fyrr en núna. Hingað til hefur nefnilega alltaf verið hrigt í stóra bróðir, ef ég hef ekki vitað hvernig ég á að gera eitthvað í sambandi við tölvuna. Þar sem hann er ekki með bloggsíðu þá þýðir ekkert að byðja hann að bjarga mér ef ég lendi í einhverjum vanda. Annars verður það þannig hér að það verður opið fyrir athugasemdir, en það verður samt ritstýring í gangi. Þar sem þetta er MÍN SÍÐA ÞÁ ER HÚN Á MÍNA ÁBYRÐ, OG ÞAÐ SEM ÞAR ER. því verður því hennt út sem mér finnst ganga of langt. Eins er alveg óþarfi að vera með skítkast út í aðra á minni síðu. þið verðið bara að nota ykkar síður til þess. Þar sem að ég er fordómafull, forpokuð, hörundsár, húmorslaus, með fullt af fóbíum og pempía, þá er kannski ekki margt sem mér finnst ekki ganga of langt. Nú er svo bara að láta á þetta reyna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)